Innihaldslýsing

1 bolli möndlur
1 bolli kasjúhnetur
3/4 bolli graskersfræ
2/3 bolli trönuber
(ég bætti við kókosflögum og chiafræjum)
1 msk smjör
2 1/2 bolli sykur
1/2 bolli hunang
1 bolli vatn
1/2 tsk salt
Hnetunammi í haustlitum

Leiðbeiningar

1.Látið möndlur, kasjúhnetur, graskersfræ saman í skál og geymið.
2.Setjið sykur, hunang, vatn, salt í stóran pott og látið sjóða við vægan hita. Hrærið í blöndunni á fimm mínútna fresti (ish). Við viljum að blandan nái um 160 °c hita eða 310° Fahrenheit þannig að hér þarf annaðhvort að nota hitamæli eða snilldar aðferð með köldu vatni sjá hér.
3.Setjið smjörpappír yfir bökunarform og smyrjið lítillega.
4.Þegar blandan hefur náð 310°F slökkvið á hitanum og leyfið að kólna þar til hún hefur náð 302°F. Bætið þá smjöri og hnetublöndunni út í pottinn og hrærið vel saman.
5.Hellið á smjörpappírinn og sléttið úr blöndunni.  Setjið blönduna í kæli í um klukkustund.
6.Eftir það ætti hún að vera orðin hörð og brjótið niður í bita og njótið.
7.Geymið í loftþéttum umbúðum.

Í dag er Haustjafndægur og ég svo ég leyfi mér að vitna í þessu fallegu orð Arnórs kennara hjá Rope Yogasetrinu:

“Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri og á haustjafndægri og dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni. Það er mikill umbreytingarkraftur sem fygir þessum tíma, laufblöðin breyta um lit og byrja falla, gróðurinn undirbýr sig fyrir dvala og næstu hringrás. Fullkominn tími fyrir okkur að gera slíkt hið sama…hvaða fræjum vilt þú strá fyrir næstu hringrás?

Uppskriftin af þessu haustnammi er uppskrift sem ég hef einhvernveginn alltaf ætlað að gera nákvæmlega á þessum árstíma í mörg ár enda minna litirnir mann á haustið.  Uppskriftin heitir á ensku “Autumn Brittle” og hana sá ég fyrst á vefsíðunni Adventures Cooking. Þetta er svo sem engin heilsuuppskrift sem þú borðar mörgum sinnum á dag, heldur er þetta sælgæti, en æji litirnir eru svo fallegir að það er ekki annað hægt en að hrífast með.  Það væri gaman að gera hollari útgáfu af þessari uppskrift og spurning hvort lesendur GRGS komi með skemmtilegar tillögur. En uppskriftin er engu að síður góð og algjört konfekt fyrir augun.  Það er viðeigandi að birta hana á þessum fallega degi. Megið þið njóta!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.