
Færslan er gerð að fyrirmynd matarbloggsins döðlur&smjör og er unnin í samstarfi við Innnes

| 12 döðlur | |
| 1 dl vatn | |
| 5 eggjahvítur | |
| 100 g döðlur, saxaðar | |
| 50 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel | |
| 1 1/2 dl kókosmjöl | |
| 100 g dökkt súkkulaði frá Rapunzel (ég notaði með appelsínubragði) | |
| 2 msk kókosolía frá Rapunzel | |
| 1 /2 dl kókosmjólk frá Blue dragon |
| 1. | Hitið 12 döðlur og 1 dl vatni saman í potti. Látið malla við vægan hita þar til döðlurnar eru orðnar að mauki. Kælið. |
| 2. | Stífþeytið eggjahvíturnar. Saxið 50g af súkkulaði, 100 g af döðlum og setjið saman við eggjahvíturnar ásamt döðlumauki og kókosmjöli. Blandið varlega saman við með sleif. |
| 3. | Látið í um 20 cm form og bakið við 175°c í 20 mínútur. Takið úr ofni og kælið. |
| 4. | Hitið 100 g súkkulaði, kókosolíu og kókosmjólk saman yfir vatnsbaði. Látið yfir kökuna. |
| 5. | Skreytið kökuna með ferskum berjum og berið fram með rjóma. |

Færslan er gerð að fyrirmynd matarbloggsins döðlur&smjör og er unnin í samstarfi við Innnes
Leave a Reply