Innihaldslýsing

600g brauðhveiti (ég nota þetta bláa frá Kornax)
100g heilhveiti
50g sykur
2 tsk sjávarsalt
4 tsk þurrger
4 dl volgt vatn
1 dl jurtaolía
1 dós smurostur að eigin vali
80g pepperóní skorið í litla bita
1 poki hreinn mozzarella frá Örnu
Everthing but the bagel krydd, fæst t.d frá Pottagöldrum, Badia ofl framleiðendum.
1 egg hrært, til að pensla
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman öllum þurrefnum í hrærivélaskál, velgið vatnið að 37°C. Notið krókinn til þess að hræra fyrst saman þurrefnunum. Bætið vatni og olíu út í og látið hrærivélina hnoða í 5 mín.
2.Mótið deigið í kúlu og látið hefast í skálinni undir plastfilmu í 40 mín.
3.Takið deigið úr skálinni og skiptið í 4 hluta. Fletið út hvern hluta í hring og skiptið í 8 hluta með pizzahjóli eða beittum hníf. Setjið smurost, pepperóní og smávegis af mozzarella á hverja sneið.
4.Takið fyrst breiðasta hlutann og teygið saman og rúllið svo upp sneiðunum. Ég nota þessa aðferð frekar en að rúlla beint til þess að fyllingin leki ekki öll út.
5.Raðið hornunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Þegar þið eruð búin að útbúa öll hornin og raða á plötur, sláið þá saman egginu og penslið hornin og stráið ríflegu magni af kryddblöndunni yfir.
6.Hitið ofninn í 45°C og setjið plöturnar inn. Úðið ofninn að innan með vatni og hefið í 30 mín í ofninum. Takið þá plöturnar út.
7.Hitið ofninn í 220°C og setjið plöturnar aftur inn og bakið í 10-15 mín eða þar til hornin eru fallega gyllt.

Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er auðvitað laus við laktósa og passar á allt og með öllu. Þessi horn er upplagt að frysta og taka með eitt og eitt út eftir þörfum. Einnig er hægt að skella þeim frosnum í nestibox og þau verða þá tilbúin þegar kemur að nestistímanum.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.