Innihaldslýsing

500 g frosin ber, gott að blanda tegundum
100 g döðlur
2 dl ferskur appelsínusafi (ekki úr þykkni)
Þessa sykurlausu sultu notum við á gríska jógúrtið okkar á Granólabarnum og til að sæta ostakökur og hitt og þetta. Sósan er líka æðisleg volg út á ís eða berjapæ.

Leiðbeiningar

1.Allt soðið hægt niður uns fer að þykkna.
2.Þá sett í blandara og vola – tilbúið!
3.Geymist í 1 viku í kæli og 4 vikur í frysti.

Tobba Marinós og mamma hennar Guðbjörg Birkis opnuðu á dögunum Granólabarinn út á Granda en þar er kominn fyrsti Nicecream staður Íslands og mögulega heimsins – og fyrsti staðurinn á Íslandi sem er án viðbætts sykurs og sætuefna. Staðurinn hefur slegið rækilega í gegn og virðist hefðin fyrir að mæta á bar og fá sér engiferskot og handgerðan sykurlausan ís (Nicecream) heldur betur eiga upp á pallborðinu hjá landi og þjóð.

 

Nicecream er sum sé hnausþykkur ís gerður aðeins úr frosnum ávöxtum og hnetumjólk. Tobba deilir hér einni af þeim göldróttu uppskriftum sem hún hefur þróað á barnum. „Ég hvet fólk til að borða sem mest hreinan og óunnin mat. T.d gera sultur eins og þessa og hræra saman við hreint jógúrt eða skyr og losna þannig við fuuullllt af auka efnum sem eru gjarnan í slíkum vörum.“

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.