Innihaldslýsing

2 tilbúin naanbrauð frá Patak's - plain
2 msk hvítlauksolía
1 tsk kókosolía
1 poki vegan kjúklingastrimlar eða um 320g (Oumph eða eitthvað svipað)
3 msk Madras spice paste frá Patak's
1 dós Oatly sýrður rjómi + auka til þess að setja ofan á snitturnar
kirsuberjatómatar eftir smekk
Ferskt kóríander
salt og pipar eftir smekk
Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!  

Leiðbeiningar

1.Afþýðið vegan kjúklinginn (allt í lagi að það sé enn smá frost í honum), skerið í litla bita. Steikið hann upp úr kókosolíunni þar til hann fer að brúnast. Bætið Madras kryddmaukinu saman við ásamt Oatly sýrða rjómanum, saltið og piprið eftir smekk.
2.Hitið grillið í ofninum í 230°C. Skerið naan brauðin í 8 hluta, penslið með hvítlauksolíunni og setjið á ofngrind. Grillið í 2-3 mín þar til brauðin eru farin að brúnast. Fylgist vel með svo brauðin brenni ekki en þau geta verið fljót að brúnast.
3.Skerið tómatana í 4 hluta. Takið brauðin út og setjið um 1 - 2 msk af madras blöndunni ofan á hverja snittu. Toppið með oatly sýrðum rjóma, kirsuberjatómötum og kóríander.

Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt.

Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!


 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.