Innihaldslýsing

220 g smjör
200 g púðursykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
200 g hveiti
175 g OTA haframjöl
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
150 g súkkulaði, saxað (má skipta út fyrir t.d. hnetum eða karamellu)
Gerir um 20-25 stk.

Leiðbeiningar

1.Látið smjörið í pott og bræðið við meðalhita. Þegar smjörið byrjar að freyða hrærið þá stöðugt í smjörinu þar til þið sjáið að neðsti hlutinn er orðinn dökkur á lit. Hellið þá smjörinu í skál og látið kólna.
2.Látið hveiti, haframjöl, matarsóda og salt saman í skál.
3.Hellið kældu brúnaða smjörinu í skál (líka kögglunum sem eru í smjörinu) ásamt púðursykri, eggjum og vanillu. Hrærið vel saman.
4.Bætið þurrefnum út í og hrærið saman með sleif þar til allt hefur rétt svo blandast saman. Bætið súkkulaðinu saman við.
5.Látið deigið í kæli í 20 mínútur.
6.Mótið kúlur úr deiginu og setjið á smjörpappír. Þrýstið aðeins á deigið svo það fletjist aðeins út.
7.Bakið í 170°c heitum ofni í 12-15 mínútur.
8.Færið kökurnar yfir á grind og stráið sjávarsalti yfir þær.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við OTA haframjöl

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.