360 g hveiti | |
90 g OTA haframjöl | |
2 msk smjör | |
1 1/2 tsk salt | |
3 msk púðursykur eða hunang | |
2 tsk þurrger | |
1 1/4 bolli mjólk, fingurvolg | |
Ofaná: | |
1 eggjahvíta | |
1 msk kalt vatn | |
1-2 msk OTA haframjöl |
1. | Blandið öllum hráefnum saman í skál og blandið gróflega saman með sleif. |
2. | Hnoðið með höndunum eða í hrærivél þar til allt hefur blandast vel saman. Deigið á að vera klístrað svo ekki bæta við meira hveiti. |
3. | Látið deigið hefast í olíusmurðri skál í heitu rými í klukkustund. |
4. | Hnoðið með höndunum og látið í smurt brauðform. Látið hefast í um klukkustund. |
5. | Hrærið eggjahvítu og vatn saman og penslið brauðið. Stráið haframjöli yfir. |
6. | Látið í 175°c heitan ofn í 40 mínútur. |
Leave a Reply