Innihaldslýsing

2 pakkar forsoðnar rauðrófur
1/2 - 1 krukka (230 g) salatostur frá Örnu
1/2 rauðlaukur eða 2 skarlottlaukar
180 ml hvítvínsedik
1/3 búnt fersk mynta
60 ml ólífuolía
1 1/2 tsk sykur
safi úr 1/2 sítrónu
salt og pipar
Fyrir 4-6

Leiðbeiningar

1.Skerið rauðrófurnar niður í þunnar sneiðar. Ég mæli með að nota ostaskerara. Raðið þeim á disk.
2.Kreistið sítrónusafa yfir þær og kryddið með salti og pipar.
3.Stráið smátt söxuðum rauðlauk og fetaosti (án olíu) yfir.
4.Hrærið edik, myntu, ólífuolíu og sykur saman. Kryddið með salti og pipar og dreyfið yfir allt.
Færslan er unnin í samstarfi við Örnu mjólkurvörur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.