Fljótlegt naan
Það er ekki nauðsynlegt að eiga Tandoori-ofn úti á svölum til að elda gott naan brauð, þó það saki auðvitað ekki. Fyrir okkur sem eigum fondue-settið enn ónotað í kassanum er hins vegar tilvalið að geymagræjukaupin og snara fram þessu ljúffenga fljótlega naan-brauði á örfáum mínútum með gömlu góðu steikarpönnunni.
Gerir 4 brauð
Eldunartími 15 mínútur
150 g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk lyftiduft
3 msk hrein jógúrt
1. Blandið hveiti, sykri og lyftidufti saman í skál. Bætið út í jógúrtinni. Ef þarf má
bæta við örlitlu vatni.
2. Skiptið deiginu í 4 kúlur og fletjið þær út. Steikið á pönnu.
Leave a Reply