Innihaldslýsing

15 cm bútur af blaðlauk
2 stórir hvítlauksgeirar
6 meðalstórir sveppir
3/4 af stórum spínatpoka
1 bolli rauðar linsur, soðnar með 1 sveppateningi
1 dós niðursoðnir tómatar frá Rapunzel
3 msk tómatpúrra frá Rapunzel
2 msk rautt pestó frá Rapunzel
8 sólþurrkaðir tómatar frá Rapunzel
2 tsk oregano
1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
salt og pipar
Lasagnaplötur frá Rapunzel, magn eftir stærð forms
Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og...

Leiðbeiningar

1.Saxið grænmetið smátt. Steikið á pönnu upp úr 1 msk af ólífuolíu. Sjóðið linsubaunir samkvæmt leiðbeiningum með sveppakrafti. Það tekur svona 12-15 mín.
2.Setjið linsubaunirnar saman við grænmetið, bætið niðursoðnum tómötum saman við ásamt, pestó, sólþurrkuðum tómötum og kryddum.
3.Látið malla við vægan hita í örfáar mínútur og takið af hellunni. Útbúið á meðan bechamel sósuna.
4.Takið fram meðalstór ofnfast mót. Byrjið á því að smyrja lasagnablöndunni í botninn á fatinu. Dreifið bechamel sósunni yfir og raðið lasagnaplötum yfir. Endurtakið þar til lasagna blandan er komin efst. Toppið með bechamel sósunni og kryddið yfir ef vill. Einnig er hægt að nota vegan rifinn ost.
5.Bakið við 200°C í 35-40 mín.
6.Kælið aðeins áður en þið skerið í það.

Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og kryddum eftir behag. Mér finnst algjörlega ómissandi að setja pestó frá Rapunzel í lasagna og yfirleitt set ég bæði grænt og rautt. Ég laumaði hérna nokkrum sólþurrkuðum tómötum og það var alveg geggjað. Ég gerði einnig vegan bechamel sósu og notaði hana ofan á lasagnað, börnin mín vilja helst ekki bakaðan ost svo ég sleppti honum bara. Það væri auðvitað mjög snjallt að setja einhvern góðan vegan rifinn ost ofan á, eða toppa með næringargeri t.d.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.