Innihaldslýsing

2 msk extra virgin olía
1 laukur, saxaður smátt
1 jalapeno, kjarnhreinsaður og saxaður
3 hvítlauksrif, pressuð
2 tsk paprikukrydd
1 1/2 tsk cumin (ekki kúmen)
1/2 tsk kóríanderkrydd
1/4 tsk chilíflögur
1/8 tsk malað engifer
200 g þurrkaðar aduki/adzuki baunir, lagðar í bleyti yfir nótt
950 ml grænmetissoð
1 dós maukaðir tómatar
250 g mung baunir
3 msk tómatpúrra
120 ml rjómi eða kókosmjólk
1 msk rauðvínsedik
1 tsk sykur
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk svartur pipar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og jalapeno í um 5 mínútur við vægan hita.
2.Bætið hvítlauk, paprikukryddi, cumin, kóríander og engifer saman við allt. Steikið í 1-2 mínútur eða þar til hvítlaukurinn er farinn að ilma.
3.Bætið adzuki baunum út á pönnuna ásamt grænmetissoði og maukuðum tómötum. Hitið að suðu og lækkið svo hitann og látið malla í 45 mínútur.
4.Bætið mung baunum saman við og látið malla í aðrar 45 mínútur.
5.Látið rjóma/kókosmjólk, tómatpúrru, edik, sykur, salti og pipar saman við allt. Smakkið til með salti og pipar.
6.Toppið með smá jógúrt, chilí og kóríander.

 

 

4.9. fljótlegt naan

Fljótlegt naan
Það er ekki nauðsynlegt að eiga Tandoori-ofn úti á svölum til að elda gott naan brauð, þó það saki auðvitað ekki. Fyrir okkur sem eigum fondue-settið enn ónotað í kassanum er hins vegar tilvalið að geymagræjukaupin og snara fram þessu ljúffenga fljótlega naan-brauði á örfáum mínútum með gömlu góðu steikarpönnunni.

Gerir 4 brauð
Eldunartími 15 mínútur
150 g hveiti
1 tsk sykur
1 tsk lyftiduft
3 msk hrein jógúrt
1. Blandið hveiti, sykri og lyftidufti saman í skál. Bætið út í jógúrtinni. Ef þarf má
bæta við örlitlu vatni.
2. Skiptið deiginu í 4 kúlur og fletjið þær út. Steikið á pönnu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.