400 g heilhveiti | |
500 g hveiti | |
50 g OTA haframjöl | |
1 tsk salt | |
1 pakki þurrger | |
1/2 dl ólífuolía | |
2 1/2 dl mjólk | |
4 1/2 dl vatn | |
Fylling | |
2 box skinkumyrja | |
500 g skinka | |
600 g rifinn ostur | |
þurrkuð steinselja | |
oregano | |
egg, léttþeytt til penslunar | |
sesamfræ |
Uppskriftin er frekar stór en hún gerir um 32 stk.
1. | Látið þurrefnin saman í skál. |
2. | Hitið mjólk og vatn þar til fingurvolgt og látið saman við og hnoðið í um 10 mínútur. |
3. | Látið hefast í 60 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð. |
4. | Látið deigið á hveitistráð borð og skiptið í fjóra hluta. |
5. | Fletjið hvern hluta út í hring og skerið í 8 sneiðar (gott að nota pizzaskera). |
6. | Smyrjið með skinkumyrju og látið skinku og ost yfir og kryddið. Rúllið upp og látið hefast undir viskustykki í um 30 mínútur. |
7. | Penslið hornin með eggi og stráið sesamfræjum yfir. |
8. | Bakið í 210°c heitum ofni í 12-15 mínútur. |
Leave a Reply