
| 1-2 msk ólífuolíu | |
| 1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn | |
| 1 paprika, smátt skorin | |
| 2 dósir saxaðir tómatar | |
| 1/2-1 grænt chilí, smátt saxað | |
| 700 ml kjúklingasoð (eða 1 msk kjúklingakraftur í heitt vatn) | |
| 1 tsk hvítlauksduft | |
| 1 tsk cumin (ekki kúmen) | |
| 1 tsk paprikukrydd | |
| 1 msk chilíduft | |
| 200 g hreinn rjómaostur | |
| 1/2 - 1 rifinn kjúklingur, eldaður | |
| salt og pipar | |
| Meðlæti: Ostur, kóríander, avacado, nachos t.d. |
Þessi súpa er uppáhald fjölskyldunnar og ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur líka! Fyrir 3-4 manns.
| 1. | Hitið olíu í pott og steikið lauk og papriku þar til farin að mýkjast. |
| 2. | Látið öll hráefnin að kjúklingnum, rjómaostinum, salti og pipar undanskildu í pottinn og látið malla í 5-10 mínútur. |
| 3. | Bætið rjómaostinum saman við og hrærið þar til hann hefur blandast saman við og bætið þá kjúklingnum út í. |
| 4. | Smákkið til með salti og pipar. |
| 5. | Berið fram með meðlæti að eigin vali (sjá að ofan) |
Leave a Reply