Með þessum rétti mælum við hiklaust með vel kældum Cobra Premium bjór sem er nýkominn í ÁTVR. Hann er frábær með öllum indverskum mat en smellpassar einnig vel með asískum mat. Nú eða bara einn og sér.
| 900 g kjúklingur | |
| 2 hvítlauksrif, pressuð | |
| 2 cm engifer, rifið | |
| 1/2 tsk sjávarsalt | |
| 1/2 tsk chilíduft | |
| 1 1/2 msk sítrónusafi | |
| 75 ml Ab mjólk, t.d. frá Mjólka | |
| 1/2 tsk Garam Masala krydd | |
| 1/2 tsk turmeric krydd | |
| 1 tsk cumin krydd (ath ekki kúmen) | |
| 1 1/2 msk smjör | |
| 250 ml tómat passata (maukaðir tómatar) | |
| 1/2 msk sykur | |
| 1 tsk salt | |
| 100 ml rjómi |
Styrkt færsla
| 1. | Skerið kjúklingabringurnar í munnbita og setjið hráefnin fyrir kjúklinginn saman við og blandið vel saman. Leyfið að marinerast í kæli eins lengi og tími vinnst til. Helst yfir nótt. |
| 2. | Hitið olíu í potti og takið kjúklinginn úr marineringunni og setjið á pönnuna. Það þarf ekki að setja alla marineringuna af kjúklinginum út á pönnuna heldur aðallega kjúklinginn. |
| 3. | Steikið í 3-4 mínútur við háan hita. |
| 4. | Lækkið hitann og setjið tómat púrru, sykur og salt saman við og látið malla í 20-25 mínútur. |
| 5. | Bætið rjómanum saman við og hitið en látið ekki sjóða. |
| 6. | Berið fram með hrísgrjónum og naan |


Leave a Reply