Hnetusmjörsostakaka með Oreobotni
Hnetusmjörsostakaka með Oreobotni

Innihaldslýsing

300 g hnetusmjör
400 g rjómaostur, t.d. frá Philadelphia
1 lítill peli rjómi
hálfur bolli sykur
1 1/2 kassi Oreo (6 pokar með 4 kexkökum í)
50 g smjör
3 pakkar Reese's cups, sem gera 9 stk
Styrkt færsla.

Leiðbeiningar

1.Smjörið er brætt
2.Oreoið er mulið í matvinnsluvél/blandara og blandað saman við smjörið.
3.Oreo-blandan er sett í botninn á forminu (ég nota smelluform svo það sé auðvelada að taka kökuna úr).
4.Sett í kæli í um 10 mín.
5.Rjóminn þeyttur og settur í skál.
6.Þar næst er hnetusmjör, rjómaostur og sykur þeytt saman í 1-2 mín.
7.Rjómanum og einum pakka af brytjuðum Reese's cups er svo blandað rólega saman við með sleif.
8.Blandan er sett yfir Oreo-botninn og inn í ísskáp í nokkra tíma, kakan er þó best ef hún er útbúin kvöldið áður en hún er borin fram.
9.Kakan skreytt með restinni af Reese’s peanut butter cups.
10.Ég bræddi einnig smjör og kakó og skreytti með.

Heiðurinn af þessari uppskrift á Gígja Sigríður Guðjónsdóttir matgæðingur.

Ég er mikill sælkeri og mér finnst fátt skemmtilegra en að borða góðan mat og prófa mig áfram í eldhúsinu hvort sem það snýr að bakstri eða eldamennsku. Ég ákvað að byrja að blogga fyrir nokkrum árum síðan og hef fengið frábærar viðtökur sem hvetur mig til að halda áfram að leyfa fólki að fylgjast með hvað er á ské í eldhúsinu hjá mér. Ég er fædd 1989 og bý í Keflavík með Ásgeiri kærastanum mínum sem fær nú það hlutverk að vera atvinnu smakkari. Ég er lærður Uppeldis og menntunarfæðingur og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Þið getið fylgst með mér á  Facebook  og Instagram:

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.