Innihaldslýsing

800 g lax
3 msk hoisin sósa, t.d. frá Blue dragon
3 msk soyasósa, t.d. frá Blue dragon
1 msk hvítvínsedik, t.d. frá Filippo Berio
4 msk púðursykur
3 hvítlauksrif
Til skrauts:
Sesamfræ, ferskt kóríander, chili
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes. 

Leiðbeiningar

1.Skerið laxaflak í 4-6 bita. Setjið í ofnfast mót og saltið og piprið.
2.Setjið hin hráefnin í pott og hitið við vægan hita þar til púðursykurinn er bráðinn. Kælið lítillega.
3.Hellið sósunni yfir fiskbitana og setjið í 180°c heitan ofn í um 12-15 mínútur. Varist að ofelda fiskinn.
4.Stráið sesamfræjum, fersku kóríander og chilí yfir fiskinn og berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.