Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur
80 ml ólífuolía og svo meira til steikingar
60 g  hunangs Dijon sinnep (Ath. ekki hefðbundna Dijon heldur með hunangi)
60 ml kjúklingasoð (eða 1 kjúklingateningur í 500 ml vatn - 60 ml af því notað í mareninguna)
3 marin hvítlauksrif
1 tsk þurrkað timian
190 g  malaðar valhnetur
125 g hveiti eða heilhveiti
2 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
Val: steinselja, ferskt timian eða þær kryddjurtir sem þið elskið til skreytingar
Innlit hjá Maríu Gomez

Leiðbeiningar

1.Setjið ólífuolíu, sinnep, kjúklingasoð, hvítlauk og þurkkað tímian í stóra skál og hrærið öllu vel saman.
2.Setjið bringurnar ofan í og sökkvið þeim í mareninguna svo þær marinerist allar vel.
3.Hafið í ísskáp í minnst 4 klst, lengur því betra.
4.Þegar steikja á kjúklinginn, malið þá valhnetur í matvinnsluvél eða blandara. Passið að gera þær samt ekki að dufti heldur svona litlum kögglum.
5.Blandið svo saman valhnetunum, hveitinu, salti og pipar og hrærið vel saman á grunnum disk.
6.Takið bringurnar og hristið örlítið aukamareninguna af og veltið upp úr í valhnetublöndunni báðum megin. Passið að þekja þær vel í valhnetublöndunni.
7.Hitið nú ofninn á 210 C°blæstri.
8.Á meðan ofninnn hitnar, hitið þá ólífuolíu á pönnu við miðlungshita (helst pönnu sem má fara inn í ofn).
9.Setjið bringurnar á pönnuna og steikjið í 2 mínútur á hverri hlið (gott að stilla klukku).
10.Setjið svo pönnuna inn í ofninn og eldið í 20-25 mínútur. (Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara í ofn færið þá yfir í eldfast ílát).
11.Hrærið nú saman í sinnepsgljáann og hellið yfir allan kjúklinginn þegar hann er tilbúinn úr ofninum.

Það er svo gaman fylgjast með ungum og hæfileikaríkum matgæðingum þarna úti sem eru að gera frábæra hluti. Ein þeirra er hún María Gomez sem heldur úti vefsíðunni Paz.is.

María tekur fallegar ljósmyndir og maturinn hjá henni er ó-svo-girnilegur! Einn af þeim er “krispí” kjúklingurinn með hunangs-sinnepssósu sem hreinlega út úr þessum heimi góður. María Gomez er gestabloggari okkar að þessu sinni með þessa frábæru uppskrift og við gefum henni orðið!

 

Ég heiti María Gomez og er andlitið á bakvið Paz.is  Ég er mikill sælkeri og hef alltaf þótt gaman að reyna fyrir mér í eldhúsinu og uppgötva nýjar uppskriftir.  Paz er matarblogg sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að því að baka og elda góðan mat án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru í einfaldari kantinum.

Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og tek allar mínar myndir sjálf, en ég reyni oft að skapa smá stemningu í kringum uppskriftirnar með myndunum mínum. Mér finnst mjög gaman að láta þær líta út eins og allt sé gert í gömlu eldhúsi á spænskum eða frönskum sveitabæ.

Paz er nafn spænsku ömmu minnar og þýðir það friður á spænsku.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.