Innihaldslýsing

1 flaska vöffludeig frá Kötlu
100 g suðusúkkulaði
1-2 msk rjómi
kökuskraut
þeyttur rjómi
ferskir ávextir
Gerir um 20-25 smávöfflur

Leiðbeiningar

1.Útbúið vöfflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
2.Hitið vöfflujárn á hæsta styrk og bræðið smjör þar á.
3.Látið 1-2 msk af vöffludeigi þar á og hitið þar til vafflan er orðin vel stökk. Endurtakið og bætið reglulega við smjöri.
4.Hitið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt 1-2 msk af rjóma.
5.Dýfið vöfflunum í súkkulaðið eða setjið það yfir með skeið og stráið strax skrauti yfir.
6.Setjið þeyttan rjóma yfir vöfflurnar og jafnvel fersk ber.

   

Þessar partývöfflur eru fallegar á veisluborði toppaðar með þeyttum rjóma og jafnvel ferskum berjum.

#samstarf
#katla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.