Innihaldslýsing

700 gr eða einn poki úrbeinuð kjúklingalæri
150 gr Mango Chutney
200 gr Kókosmjólk - Bæði vökvi og harði hlutinn af henni sem er oft búinn að myndast efst í dósinni
1/2 msk Karrý
  Með þessum rétt finnst mér ómissandi að hafa cous cous, hrísgrjón eða bygg því þau verða svo góð þegar þeim er blandað við sósuna sem er á kjúklingum. Ásamt því hef ég alltaf salat því það er hollt og gott fyrir okkur öll.    

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingalæri í munnbita.
2.Setjið á heita pönnu, kryddið með karrý og steikið í 8 mínútur
3.Blandið saman kókosmjólk og mango chutney. Ég set þetta saman í stóra krukku og hristi saman.
4.Hellið þessu yfir pönnuna með kjúklingnum og leyfið að malla með loki á í 7 mínútur

 

Með þessum rétt finnst mér ómissandi að hafa cous cous, hrísgrjón eða bygg því þau verða svo góð þegar þeim er blandað við sósuna sem er á kjúklingum. Ásamt því hef ég alltaf salat því það er hollt og gott fyrir okkur öll.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.