Innihaldslýsing

600 g lax, úrbeinaður og roðflettur
safi úr 1 sítrónu
börkur af 1/2 sítrónu
börkur af 1/2 appelsínu
1 tsk tamarí sósa
1 tsk sesamolía, frá Blue dragon
1 avacado
1 mangó
2-3 vorlaukar
1 rauð paprika
1/2-1 chilí
handfylli af fersku kóríander
salt og pipar
Forréttur fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Skerið laxinn í litla bita.
2.Setjið sítrónusafa, sítrónu- og appelsbörk, tamarín sósu og olíu saman í skál og hrærið saman. Hellið yfir laxinn og setjið í ísskáp í 6 tíma eða lengur og látið fiskinn eldast upp úr vökvanum.
3.Skerið avakadó, mangó, vorlauk og papriku smátt.
4.Saxið chilí smátt og kóríander gróflega.
5.Blandið öllu saman í skál og látið í kæli í 30 mínútur áður en þetta er borið fram.

  

Uppskriftin kemur upprunarlega af hinu flotta bloggi Krydd og krásir.

Sesamolían frá Blue dragon setur punktinn yfir i-ið í þessum rétti.

 

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.