Innihaldslýsing

1 1/2 dl grísk Jógúrt
1 1/2 dl Isola Bio möndlumjólk
1/2 msk Kakó
3 dropar Stevia
2 msk Chia fræ
     Þessi grautur er minn go to morgun- eða hádegismatur. Það er tilvalið að útbúa hann kvöldið áður ef maður vill fá hann í morgunmat eða um morguninn fyrir hádegsimatinn. Ástæðan fyrir því að maður verður að leyfa honum að standa aðeins er því chia fræin draga í sig vökvan af möndlumjólkinni. Þau verða þá...

Leiðbeiningar

1.Blandið öllum hráefnum saman í skál
2.Hrærið þar til allt er blandað vel saman
3.Setjið inn í ískáp og geymið í að minnsta kosti 15 mínútur
4.Toppið með því sem þér þykir best og njótið

    

Þessi grautur er minn go to morgun- eða hádegismatur.

Það er tilvalið að útbúa hann kvöldið áður ef maður vill fá hann í morgunmat eða um morguninn fyrir hádegsimatinn. Ástæðan fyrir því að maður verður að leyfa honum að standa aðeins er því chia fræin draga í sig vökvan af möndlumjólkinni. Þau verða þá bæði mýkri og grauturinn þykkari, svo þessi slímuga chia áferð hverfur. Þessi máltíð er tilvalin fyrir þá sem eru á hlaupum, en ég hendi honum yfirleitt í krukku og tek hann með mér út í daginn. Mér finnst best að toppa hann með niðurskornum eplum en hver og einn getur leikið sér með toppings.

Þessi máltíð er fullkomin blanda af kolvetnum, próteinum og fitu og heldur manni því söddum í langan tíma. Þar sem öll innihalds efnin eru heilsusamleg og vel samsett hækkar þessi máltíð ekki blóðsykurinn óhóflega mikið og það er einmitt það sem við viljum til þess að líða vel í gegnum daginn.

– Íris Blöndahl

    

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.