Innihaldslýsing

350 gr saxaðar döðlur
300 ml isola bio möndlumjólk eða vatn
3 egg
1/2 msk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
2 dl kókosmjöl
1/2 dl haframjöl
1/4 tsk salt
85 gr pekan/heslihnetur eða möndlur
100gr hrein jógúrt
1 msk kakó
Þessi dásemdar kaka er búin að fara með mér í öll barnaafmæli sem ég hef farið í síðasta árið. Hún er bæði sykur og hveitilaus en samt borða börn, og fullorðnir, hana með bestu lyst. Öll innihaldsefnin eru heilsusamleg og því hægt að borða hana án samviskubits og gefa litlum kroppum. Á myndunum að neðan...

Leiðbeiningar

1.Döðlur og mjólk soðið saman í potti og hrært stöðugt í með gaffli þar til verður klístrað og nánast kekkjalaust
2.Egg þeytt vel í hrærivél
3.Öllu blandað saman í skál
4.Smjörpappír settur ofan í kökuform þannig að hann nái upp fyrir kantana
5.Deiginu helt í og bakað á 180 gráðum í 40 mínútur

Þessi dásemdar kaka er búin að fara með mér í öll barnaafmæli sem ég hef farið í síðasta árið. Hún er bæði sykur og hveitilaus en samt borða börn, og fullorðnir, hana með bestu lyst. Öll innihaldsefnin eru heilsusamleg og því hægt að borða hana án samviskubits og gefa litlum kroppum. Á myndunum að neðan sjást 3 mismunandi útfærslur, en mér finnst nauðsynlegt að bera hana fram með rjóma. Það er hægt að skera hana í litla kubba, hafa hana heila og setja rjóma ofan á eða hylja hana með rjóma og setja ber þar ofaná.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.