Innihaldslýsing

3 avacado
1/4 - 1/2 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
1 þroskaður tómatur
safi úr 1 límónu (lime)
salt og pipar
Fyrir 2-3

Leiðbeiningar

1.Afhýðir og steinhreinsið avacado. Stappið með gaffli
2.Saxið rauðlauk og tómat og pressið hvítlauksrif og bætið saman við.
3.Kreystið límónusafa yfir allt og saltið og piprið.

Það er fátt betra en gott guagamole – en það er bæði gott og hollt og svo slær það alltaf í gegn. Meðfylgjandi uppskrift gefur ykkur grunn að góðu guagamole og svo getið þið bætt við hráefni að eigin smekk. Mér finnst til dæmis smá cumin (ekki kúmen) og saxað ferskt kóríander vera geggjað gott. En þessa uppskrift er líka frábær eins og hún leggur sig.

 

Njótið vel og eigið góðan dag!

Berglind

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.