Uppskrift að einföldum og góðum brauðbollum sem hentar sérstaklega vel þegar halda skal veislu. Bollurnar má fylla með því sem hugurinn girnist og eru til dæmis frábærar sem lítil hamborgarabrauð. Smáborgarabrauð 20-25 stk 14 g þurrger 800 g hveiti 500 ml volgt vatn 1 tsk salt sesamfræ egg til penslunar Aðferð Blandið saman volgu vatni...
Category: <span>Brauð & samlokur</span>
Baquette með kjúklingapestó í grískri jógúrt
Hjá mér og mínum er júlí tími ferðalaganna. Fyrir þau langar mig alltaf að útbúa eitthvað ómótstæðilegt nesti svo ég þurfi ekki að súpa hveljur á meðan ég borða pullu með öllu. En í raunveruleikanum á ég 4 börn og má þakka fyrir að muna eftir að taka þau öll með þegar við leggjum af...
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Samlokan með kjúklingabauna & avacadosalati
Eins og ég hef áður sagt finnst mér svo gaman að prufa mig áfram í samlokugerð og gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Þessi samloka með kjúklingabauna og avacadosalati er frábær viðbót í samlokusafnið. Brauðið fékk ég í bakaríinu í Grímsbæ en þar er gott úrval af flottum og næringarríkum brauðum. Þegar brauðið var komið...
Hvítlaukshnútar með parmesan
Þegar ég er með súpu finnst mér ekkert betra en nýbakaðar brauðbollur með og þessir hvítlaukshnútar falla undir það sem ég kalla perfecto súpubrauð. Þessa gerði ég með stráknum mínum, frænda hans og vini og er ég viss um að þeir hafi orðið gáfaðari fyrir vikið. Það þarf nefninlega smá tækni við að mynda hnútinn...
Beyglubomba fyllt með rjómaosti og vorlauk
Nei nú skulu þið halda ykkur..þessar eru roooooosalegar. Ég er að reyna að finna það út hvernig ég get lýst þeim nógsamlega þannig að þið skellið ykkur inn í eldhús og búið þessar ótrúlegu beyglubombur til. En ég get það ekki því orð eru einfaldlega lítilvæg í þessu samhengi. Treystið mér bara, fyrsti bitinn segir...
Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið
Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Snilldin við bananabrauð er að því eldri og ljótari sem bananarnir eru því betri eru þeir fyrir...
Ciabatta með pestókjúklingi
Góðar samlokur eru frábærar og svo margir aðrir möguleikar í boði en ostasamlokan sem mörg okkar gerum alltof oft. Góðar samlokur geta verið sniðugt í bröns, góður kvöldmatur, flottur veislumatur, nú eða sem saðsamt og gott nesti í ferðalagið. Hér þarf bara að gefa sér tíma að prufa eitthvað nýtt. Ég hef áður komið með...
Jólatrésbrauð
Nú er minna en mánuður til jóla og uppáhalds tíminn minn að renna upp, aðventan. Á aðventunni nýt ég stundarinnar og geri bara það sem er skemmtilegt. Matarboð, bakstur með börnunum, kertaljós, jólagjafir, jólabjór, jólarauðvín, jólasúkkulaði jóla jóla jóla! Það fer eitthvað minna fyrir einhverri allsherjar jólahreingerningu, enda svo dimmt á þessum árstíma að það...
Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati
Föstudagskvöld eru alltaf æðisleg! Vikan að klárast og tími til að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum, sofa út (svona eins langt og það nær), sundferðir, bakstur og almenn huggulegheit. Á föstudagskvöldum er nennan til að vera lengi í eldhúsinu hinsvegar lítil, en þá langar okkur samt í eitthvað voðalega gott. Þessi réttur smellpassar...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Kjúklingapíta með rósapipar
Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt Pítur eru einfaldur matur og getur auðveldlega verið holl og góð næring. Þær henta frábærlega í miðri viku þegar maður er oftar en ekki í tímaþröng. Þessi píta er hinsvegar ekki hefðbundin, heldur er hún létt og frískandi og alveg dásamleg á bragðið. Ef þið eigið...
Foccacia með vínberjum
Foccacia er eitt af mínum uppáhalds. Þetta er brauð sem þarf að gefa sér tíma fyrir og nostra við en verðlaunin eru mikil og þarna verður til listaverk í höndunum á manni. Annað sem ég er svo hrifin af við foccacia er að þú getur látið brauðið ganga milli borðgesta og allir rífa sinn hluta....
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Kryddbrauðið sem var krassandi
Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá unga aldri en þetta brauð bakaði mamma oft um helgar við mikla ánægju okkar barnanna og stendur ávallt fyrir sínu. Pilsnerbrauð er kryddbrauð sem er einfalt og fljótlegt í undirbúningi. Það hentar einstaklega vel yfir vetrartímann enda er fátt yndislegra en að finna heimilið lykta af engifer, múskati og...
Ciabatta með nautakjöti og bernaise sósu
Hvað er hægt að segja? Þarf að segja eitthvað? Þessi stendur bara alltaf fyrir sínu og svo miklu meira en það! Þið getið gert ykkar eigin bernaise, en ég er búin að finna þá bestu og hún fæst á Hamborgarabúllunni hana mun ég aldrei toppa. Því fer ég bara þangað og kaupi hana og nýt...
Naanbrauð Þórunnar Lárus
Uppskriftin að þessu brauði birtist í Gestgjafanum fyrir ansi mörgum árum síðan. Ég man enn þegar ég fékk þetta blað. Lárusdætur voru með dásamlega veislu og greinilega algjörir snillingar í eldhúsinu. Brauðið stendur ávallt fyrir sínu og er með betri naan brauðum sem ég hef gert. Þau eru hinsvegar frábrugðin hinum hefðbundnu naan brauðum að...
Brjálæðislega gott bananabrauð
Bara ef þið gætuð fundið ilminn hjá mér núna, jafnvel komið í smakk… Þessi bananabrauð falla algerlega undir “must do” flokkinn. Einföld, dásamleg, stökk að utan og mjúk að innan. Hér er allt eins og það á að vera. Verði ykkur að góðu og hlakka til að heyra hvernig ykkur líkar. Bjálæðislega bananabrauðið Skál 1...