Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Category: <span>Forréttir</span>
Ofnbakaður brie með mango chutney
Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira? Ofnbakaður brie með mangó chutney 1 stk brie...
Ceviche lúða
Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar. Chevise lúða 800 g smálúða (eða...
Thailenskt fusion nautasalat
Uppskriftin að þessu thailenska nautasalati birtist nýlega á visir.is og kemur frá Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur sem lauk nýverið þáttöku í Masterchef. Þetta er réttur að mínu skapi og því fór ég strax í að prufa hana. Marineringin gefur þessu salati skemmtilegt og exótískt bragð og alltaf er dásamlegt að borða gott nautakjöt og litríkt grænmeti....
Super nachos með bræddum osti & salsakjúklingi
Mér þykir ótrúlega gaman og gott að fá mér super nachos á veitingahúsi. Tosa til mín nachosflögurnar með hrúgu af bræddum osti, salsakjúklingi og dýfa í sýrða rjómann. Hreinn unaður!! Ég gerði þessa uppskrift um síðustu helgi og nýtti afganginn af límónukjúklinginum frábæra sem var í matinn kvöldinu áður og smellpassaði í þennan rétt. Uppskriftina...
Gestabloggarinn Högni S. Kristjánsson
Gestabloggarinn að þessu sinni er matgæðingurinn Högni S. Kristjánsson lögfræðingur. Högni er mikill áhugamaður um matargerð og duglegur að prufa sig áfram með nýja og spennandi rétti og það er ávallt tilhlökkunarefni að vera boðið í mat til hans, enda á maður þar alltaf von á góðu. Ég er svo glöð með að hann skyldi...
Hunangsgljáður cheddar ostur
Ef ykkur vantar fallegt, bragðgott, öðruvísi og ofureinfalt snarl að þá er þessi réttur mjög líklega sá eini rétti!! Hér er um að ræða góðan ost með hunangsgláa, döðlum og valhnetum, borðað á eplasneið. Í þessari uppskrift notum við cheddarost sem fæst í flestum matvörubúðum, en það er í raun hægt að nota hvaða ost...
Dillandi Dillpopp
Öðruvísi heillar mig klárlega í matargerð og stundum leiðir það til þess að maður smakkar eitthvað sem maður ætti alls ekki að hafa smakkað. Það á hinsvegar ekki við í þessu tilfelli, þetta er hrikalega skemmtileg útgáfa á poppi og ég mana ykkur að prufa. Hentar vel sem frábær og öðruvísi forforréttur nú eða bara...
Sæt með fyllingu
Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til. Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott. Hér er hægt að leika sér...
Flotti forrétturinn
Aspas með parmaskinku og hollandaise sósu Þessi réttur er frábær sem forréttur, en hentar einnig svo miklu meira en vel sem meðlæti með nautakjöti. Stökkur aspasinn, sölt parmaskinkan og og ljúffeng hollandaise sósa eru þarna í samvinnu sem svínvirkar. Flotti forrétturinn 1 búnt aspas 1-2 bréf parmaskinka Skerið endana af aspasinum. Sjóðið í saltvatni í...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinselju
Fljótlegur & frábær smáréttur Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel...
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...
- 1
- 2