Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Category: <span>Grænmetisréttir</span>
Grænmetisborgari úr sætkartöflum og kínóa
Þessi grænmetisborgari er jafnt fyrir ykkur sem elskið grænmetisborgara sem og ykkur hin sem haldið að ykkur líki þá ekki. Þeir eru snilldargóðir og ljúffengir. Þið getið notað venjulegt hamborgarabrauð eða bakað ykkar eigin, en ég notaði Lífskorn bollur frá Myllunni og það var hreint afbragð. Ég ábyrgist þessa sko alveg! Grænmetisborgari úr stærkartöflum og...
Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk
Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna! Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem...
Girnilegt grænmetis lasagna
Var ég búin að segja ykkur að ég elska grænmeti? Allir þessir litir, form, lögun og öll þessi mismunandi brögð. Ég er ekki grænmetisæta, en ég sæki klárlega mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er ýmiskonar grænmeti. Lasagna er réttur sem maður fær aldrei nóg af og á alltaf vel við og hentar bæði...
Crepes með sinnepssósu
Litríkt og hollt Crepes Crepes er frábær sem kvöldmatur, hollur og bragðgóður. Eftir að búið er að gera pönnukökurnar er hann fljótgerður, en ef þið eruð í tímaþröng er hægt að nota tortillur í staðinn fyrir pönnukökurnar. Crepes (fyrir 4-5) 1 bolli hveiti (eða spelt) 1 tsk lyftiduft 2 egg 1 bolli mjólk 1/4 tsk salt 2 msk...
Sumarleg salatpitsa
Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur. Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....