Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa. Nautakjöt í gúrm marineringu Styrkt færsla 800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali svartur pipar...
Category: <span>Grillmatur</span>
Grillaður eftirréttur með karamellusúkkulaði, berjum og sykurpúðum
Á dögum var haldinn grillkeppni Krónunnar þar sem ég keppti á móti Hjálmari Erni grínista og Snapchat meistara. Við skemmtum okkur stórkostlega við að töfra fram fordrykk, aðallrétt og eftirrétt og Hjálmar stóð sig frábærlega þó svo hann hafi verið mjög hógvær varðandi hæfileika sína í eldhúsinu sem reyndust svo bara hreint afbragð. Það er...
Grillveisla með chilí- og sinnepsmarineruðum kjúklingi
Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og...
Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu
Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með...
Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti
Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM! Geggjaðir grillborgarar 600...
Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna
Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar...
Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó! Eftir þetta dásamlega sumar er berjauppskeran í hámarki og falleg og safarík ber finnast víða. Hvort sem á að nýta berin í sultur, eftirrétti, kökur eða hristinga þá hvetjum við ykkur til að skella ykkur út í náttúruna í berjatínslu. Fyrir fólk sem veit ekki hvar það á að...