Það er svo dásamlegt að gæða sér á góðri súkkulaðiköku og enn betra ef hún inniheldur góða næringu sem veitir okkur vellíðan – bæði á líkama og sál. Þessi dásamlega brownie kemur frá Monique sem heldur úti síðunni Ambitious Kitchen. Þar má finna margt gómsætt og girnilegt og ég kolféll fyrir þessari uppskrift sem ég...
Category: <span>Vegan</span>
Engifer-, túrmerik og sítrónuskot
Það er fátt betra en að byrja daginn á góðu heilsuskoti. Heilsuskotin eru komin á marga veitingastaði en nú er lítið mál að búa till einn slíkan heima. Hér er á ferðinni drykkur með engifer, túrmerikrót og sítrónum sem er einfaldur í gerð. Drykkurinn er meinhollur en túrmerik eykur blóðflæði, dregur úr bólgum, virkar gegn...
Heimagerðar og hollar súkkulaðirúsínur
Hver kannast ekki við að hafa óstjórnlega þörf fyrir súkkulaðirúsínur…jafnvel á hverjum degi eða oft á dag. Guilty as charge segi ég nú bara og gladdist því ekki lítið þegar ég uppgötvaði þessa uppskrift að heimagerðum rúsínum. Hér má leika sér með súkkulaði að eigin vali en fyrri hollari gerðina mæli ég með 50-70% súkkulaði....
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Ofneysla sykurs, markaðsöfl og áhrif. Hvert viljum við stefna?
Á dögunum fór ég á ráðstefnu sem bar heitið Foodloose þar sem mataræði nútímamannsins og áhrif þess á lífsstílssjúkdóma var skoðað frá mörgum hliðum. Þar var fjallað um hvort vísindin sem við byggjum baráttu okkar gegn lífsstílssjúkdómum standi á sterkum grunni og þar af leiðandi hvort skilningur okkar á grunnforsendum í meðhöndlun þessara sjúkdóma sé...
Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”
Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan. Girnilegar sítrónubollakökur Sumarlegar sítrónu bollakökur 1 1/3 bolli hveiti ½ tsk lyftiduft ¾ tsk matarsódi ¼ tsk salt ¼...
Mjólkurlaus og meinholl hindberjaostakaka
Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhaldskökum þessa dagana. Hún er ótrúlega bragðgóð og frískandi og ekki skemmir fyrir að hún er í hollari kantinum. Kakan er glúten og mjólkurlaus og hentar vel fyrir þá sem eru vegan ef þeir nota sýróp í staðin fyrir hunangið og sleppa matarlíminu. Þessa dásemd er frábært að eiga...
Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma
Í ár er fyrsti bolludagurinn eftir að uppgötvaðist að ég væri með eggjaofnæmi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi vatnsdeigsbolla og vorkenndi mér því svakalega að geta ekki lengur fengið svoleiðis. Ég hafði séð einhverjar gerdeigsbollu uppskriftir án eggja en í minningu minni voru gerdeigsbollur þurrar og óspennandi – hálfpartinn eins og brauðbollur með rjóma...
Vegan “Baileys”
Baileys var alltaf í miklu uppáhaldi hjá eiginmanninum mínum áður en hann fékk mjólkuróþol. Þess vegna langaði mig endilega að prófa að gera mjólkurlausa útgáfu og hún heppnaðist heldur betur vel. Hann elskar þessa uppskrift og fullyrðir að þetta sé jafn gott og baileys sem maður kaupir. Njótið vel. Kveðja – Anna Rut. Vegan “Baileys”...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu
Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa. Hráfæðibomba Helgu Gabríelu Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er...
Vegan osturinn sem slær í gegn!
Hver hefði trúað að hægt væri að búa til gómsætan ost úr gulrótum og kartöflum…..ég var a.m.k. skeptísk í fyrstu en eftir að hafa prófað varð ekki aftur snúið og núna er þetta uppáhalds vegan osturinn hjá minni fjölskyldu. Þessi ostur minnir skuggalega mikið á gulu nacho ostasósuna sem maður fær í bíó og er...