Hvað er betra en að byrja morguninn með dásamlegum pönnukökum. Þessar eru einfaldar í gerð og fljótlegar með bönunum og súkkulaðibitum sem gera ekkert annað en að gleðja viðstadda. Uppskriftina fann ég á allrecipes.com og sé ekki eftir því að hafa prufað þær. Frábærar með jarðaberjum og hlynsýrópi eða einar og sér. Pönnukökur með bönunum...
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum
Það er alltaf einhver óútskýranlegur sjarmi í því að gæða sér á nýbökuðum skonsum og ekki er verra ef að uppskriftin er einföld og fljótleg eins og þessi hér. Á aðeins 30 mínútum eru þið búin að blanda, hnoða, baka og mögulega byrjuð að gæða ykkur á þessum himnesku skonsum – ekki slæmt það. Í...
Parmesan ýsa uppáhald allra
Maður á aldrei nógu mikið af uppskriftum sem sýna aðrar leiðir til að elda ýsu en gömlu soðninguna. Hér er ein sem notar ofngrillið og parmesan-smjör sem borið er á fiskinn undir lok eldamennskunnar. Hráefnin í parmesan smjörinu eru sérstaklega viðkvæm fyrir ofeldun og bruna þannig að fylgist vel með fiskinum þessar síðustu mínútur. Ef...
Bestu morgunverðarbollurnar
Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan...
Stökkir nammibitar
Rice Krispies, hunang, hnetusmjör og súkkulaði er allt sem þar til að gera þessu einföldu en um leið dásamlegu nammibita sem eru stökkir með ljúfri karmelluáferð. Tilbúnir á innan við 30 mínútum fyrir okkur að njóta. Stökkir nammibitar 170 ml hunang 130 g hnetusmjör 70 g Rice Krispies 250 g Síríus Konsum súkkulaðidropar Bræðið hunang...
Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu
Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra! Eplakaka með heitri vanillusósu 120 g smjör, mjúkt 200 g sykur 2 egg 2 tsk vanilludropar 250 g hveiti 2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 tsk...
Skotheldar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr
Bolludagur er dagur í miklu uppáhaldi hjá mér og engu minna en þegar en ég var barn. Hér er uppskrift að þessari klassísku góðu með súkkulaðiglassúr sem ætti ekki að klikka. Berið fram með góðri sultu og rjóma, nú eða vanilluís..þar er líka algjört gúmmelaði. Skotheldar vatnsdeigsbollur 100gr smjörlíki 2 dl vatn 2 dl hveiti...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...
Bananabrauðið sem börnin elska
Á heimilinu óma jólalögin, kveikt er á kertum og ilmurinn sem kemur úr ofninum er himneskur. Heimamenn vita að það er von á góðu því uppáhalds bananabrauð drengjanna minna er í ofninum. Það tók töluverðan tíma að finna bananabrauðið sem þeir gáfu fullt hús stiga en það hófst með þessu dásamlega bananabrauði. Þrátt fyrir að...
Marengstoppar með þristum
Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn! Þristatoppar 4 stk eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt Þeytið eggjahvítur...
Súrsætur kjúklingaréttur sem bræðir hjörtu
Ef ég þarf að velja kvöldmat sem smellpassar fyrir alla aldurshópa og vekur lukku hjá öllum, er það þessi sem kemur oftast upp í hugann. Ég hef ekki enn hitt þá manneskju sem fellur ekki kylliflöt fyrir þessum frábæra súrsæta kjúklingarétti. Hann er klárlega á topptíu lista GulurRauðurGrænn&salt ef ekki toppfimm..svei mér þá! Súrsætur kjúklingaréttur...
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
Pizza bianca með heimagerðri hvítlauksolíu, klettasalati og parmaskinku
Gestabloggarinn að þessu sinni er hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti matarblogginu Læknirinn í eldhúsinu en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Læknirinn í eldhúsinu og inniheldur nýjar og freistandi uppskriftir. Alls 500 blaðsíður af nautn og rjóma. Kjöti og safa. Sósum og unaði. Kryddum og kitlandi sælu. Ostum, lundum, hvítlauk...
Nýbakað brauð á 30 mínútum
Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Uppáhalds afmæliskakan
Þegar afmæli er í vændum er það þessi kaka sem er bökuð á mínu heimili. Hún er dásamlega mjúk og bragðgóð og svo einföld að það er leikur einn að skella í hana. Hver veit hvað verður en hingað til hefur engin komin í stað þessarar að mínu mati og hún fær því fullt hús...
Næstum því Snickers
Þessir nammibitar eru af hollari gerðinni og komast ansi nálægt því að vera eins og Snickers á bragðið. Þeir eru einfaldir í gerð með hollu nougat-, karmellu- og salthnetufyllingu og þetta er að lokum toppað með þunnu lagi af dökku súkkulaði. Hreint út sagt dásamlegir! Nammi namm! Næstum því Snickers ca. 16 bitar Nougat 185...