Er það bara ég eða eru fleiri með sjúklega nostalgíu fyrir kvöldkaffi. Eitthvað nýbakað, sem ilmar dásamlega, kannski smá óhollt, rétt áður en þú ferð að bursta tennurnar. Þessi vanillukaka með kanilfyllingu inniheldur sýrðan rjóma sem kemur í veg fyrir að hún verði þurr ein og margar kökur af svipuðum toga. Þessi er svvvooo mjúk,...
Recipe Category: <span>Eftirréttir</span>
Einföld og ómótstæðileg eplakökuvefja
Ég er svo spennt að kynna ykkur fyrir þessum dásamlega eftirrétti. Ég fjallaði um hann á Instastory í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa – lesendur voru jafn spenntir og ég. Þeir sem horfðu á matreiðsluþáttinn Ilmurinn úr eldhúsinu sem voru sýndir á sjónvarpi Símans fyrir jól muna eflaust eftir humarvefjunum sem ég...
Allra besta hráfæðikakan – tilbúin á 15 mínútum!
Ég er mjög spennt að deila þessari góðu súkkulaðiköku með ykkur. Hún er ótrúlega einföld í gerð og svo ótrúlega góð. Þessi kaka er svo góð að ég segi án þess að hika að hún sé sú allra besta sem ég hef bragðað. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst! Nei sko –...
Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi
Yotam Ottolenghi tekst alltaf að koma með uppskriftir sem heilla og í matreiðslubók sinni SWEET sem hann gerði í samvinnu við Helen Goh kemur hann með uppskrift að því sem þau kalla Heimsins besta súkkulaðikaka! Reyndar hefði hún allt eins geta verið kölluð heimsins einfaldasta súkkulaðikaka en bæði á vel við. Þessi er algjörlega ómótstæðileg. Það...
Heimsins besta Tiramisu og dásamlegt Sjöstrand kaffi
Kaffiunnendur geta nú glaðst, og ég gleðst mikið, því það er komin frábær nýjung í íslensku kaffiflóruna. Margir þekkja Sjöstrand eflaust nú þegar en espressovélin þeirra er tímalaus og falleg sænsk hönnun, úr ryðfríu stáli með glansandi áferð. Sjöstrand var stofnað á Ingarö í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þrátt fyrir að vörurnar seljast nú út um allan heim...
Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði
Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin. Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum...
Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum
Þá er komið að notalegasta mánuði ársins, að mínu mati, og loks orðið fullkomlega löglegt að missa sig í smá jólastemmningu. Ég elska þennan árstíma og nýt hans i botn. Undanfarið hefur verið töluvert mikið í gangi með útgáfu nýju matreiðslubókar minnar GulurRauðurGrænn&salt, flutningar á nýtt og dásamlega heimili, ásamt öllu þessu sem maður sinnir...
Bingókúlu Rice Krispies kaka
Rice Krispies kökurnar hafa lengi verið vinsælar og koma í ýmsum útgáfum. Þessi er að mínu mati sú allra besta. Dísæt og dásamleg. Það er ekkert verið að grínast með þetta yndi! Bingókúlu Rice Krispies kaka Botn 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 3 msk síróp 150 g bingókúlur 200 g Rice Krispies Lakkríssósa 150...
Súkkulaðikaka í hollari kantinum
Ný vika heilsar og hún byrjar einfaldlega svo miklu betur með sneið að lungamjúkri og volgri súkkulaðiköku. Þessi er reyndar í hollari kantinum með döðlum og möndlum – en bragðið er himneskt. Uppskriftin er að fyrirmynd döðlukökunnar af hinu góða matarbloggi Húsið við sjóinn. Súkkulaðikaka í hollari kantinum 175 g döðlur 3 msk vatn 140...
Oreo súkkulaði og rjómaostakúlur með einungis þremur hráefnum
“Viltu gera þessar á afmælinu mínu” spurði sonur minn mig eftir að hafa tekið fyrsta bitann af þessum Oreo kúlum. Það er hin besta einkunn sem nokkur uppskrift getur fengið frá mínum börnum. Ég er alveg að tengja því þetta er svona uppskrift sem hættulegt er að eiga í frystinum þegar þú ert einn heima,...
Bláberjacrumble með pekanhnetum og tröllahöfrum
Nú eru bláberin upp á sitt besta og tilvalið að skella sér í berjamó og týna ber í þennan einstaklega bragðgóða eftirréttur með bláberjum, tröllahöfrum og pekanhnetum. Þetta er svona hollari útgáfa af eftirrétt sem við getið notið alla daga með ís eða rjóma. Einföld og unaðarsleg bláberjaterta með haframjöli og pekanhnetum Styrkt færsla...
Grillaður eftirréttur með karamellusúkkulaði, berjum og sykurpúðum
Á dögum var haldinn grillkeppni Krónunnar þar sem ég keppti á móti Hjálmari Erni grínista og Snapchat meistara. Við skemmtum okkur stórkostlega við að töfra fram fordrykk, aðallrétt og eftirrétt og Hjálmar stóð sig frábærlega þó svo hann hafi verið mjög hógvær varðandi hæfileika sína í eldhúsinu sem reyndust svo bara hreint afbragð. Það er...
Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu
Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið...
Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði
Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd. Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði 1 kg jarðaber 200 g Daim súkkulaði 200 g...
Betra en allt nammibitar með karamellu og saltkringlum
Þetta er uppskrift að einu rosalegasta nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk...
Dásamlegir Dumle nammibitar
Hvar á ég eiginlega að byrja. Þetta eru náttúrulega stórhættulegir nammibitar enda alltof góðir og ég mæli eiginlega með því að þið séuð ekki ein þegar þið prufukeyrið þá..einu sinni byrjað og þið getið ekki hætt! Dumle nammibitar Styrkt færsla 30-40 stk. 250 g Dumle karamellur 50 g smjör 5 dl Rice Krispies 125...
Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Algjörlega ómótstæðileg súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi sem er sérstaklega einföld í gerð. Kökuna má gera fram í tímann og frysta með kreminu á sem gerir allt svo miklu einfaldara. Hér er á ferðinni nýtt uppáhald sem slær í gegn við fyrsta bita! Karamellufyllt súkkulaðikaka með karamellukremi…algjör draumur Dumle súkkulaðikaka með karamellukremi 150 g...
Eton Mess með súkkulaðimarengs
Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk. When life...