Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn...
Recipe Category: <span>Eftirréttir</span>
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum
Þessi dásamlegi eftirréttur með marengsbotni, skyrrjóma, karamellusúkkulaði, nóakroppi og jarðaberjum er algjörlega to die for. Ofureinfaldur og slær svo sannarlega í gegn hjá þeim sem hann bragða. Marengsskyrkaka með karmellusúkkulaði og jarðaberjum 2 marengsbotnar, hvítir 200 g. Pipp súkkulaði með karamellufyllingu, saxað 1/2 l rjómi, þeyttur 500 g vanilluskyr 1/2 poki Nóa kropp jarðaber (eða...
Rababarakaka með marengstoppi
Það eru eflaust þó nokkrir sem eiga birgðir af rababara frá því í sumar. Ég er reyndar ekki svo lánsöm, en rakst hinsvegar á frosinn rababara í búð á dögunum og fékk skyndilöngun í góða rababaraköku. Þessi kaka er búin að vera á to do listanum mínum í ansi langan tíma og nú var komið...
Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu
Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa. Hráfæðibomba Helgu Gabríelu Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er...
Áramótabomba með Rice Krispies marengs, Pipp súkkulaðirjóma og karamellusósu
Nú er komið að áramótum og á þessum tímamótum er nú ekki úr vegi að hafa góðan og girnilegan eftirrétt. Þessi áramótabomba birtist í kökublaði Vikunnar fyrir mörgum árum síðan en það var Þórunn Lárusdóttir sem deildi þessari uppskrift með lesendum hennar og er hér komin fyrir ykkur að njóta. Hvort sem árið endar eða...
Ris ala mande terta
Nú ætla ég að bjóða ykkur upp á Ris ala mande köku sem ætti að slá í gegn hjá þeim sem halda upp á jólagrautinn. Hér mætast þessi dásamlega kaka og grauturinn góði og úr verður hinn besti eftirréttur toppaður með kirsuberjasósu. Snilldin við þetta er svo að þið getið slegið tvær flugur í einu höggi...
Hindberja tiramisu
Hugmyndir að einföldum eftirréttum sem slá í gegn eru ávallt kærkomnar og því ekki úr vegi að birta þessa uppskrift af hindberja tíramísu. Þessi eftirréttur hefur það allt, hann er einfaldur, fallegur, ferskur og hátíðlegur eftirréttur sem sómar sér vel á veisluborðið og vekur mikla lukku hjá þeim sem hann bragða. Hindberja tíamísú 6 eggjarauður...
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Ótrúlega ljúffengir Oreo ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun. Hér er á ferðinni algjört gúmmelaði sem klikkar ekki! Einfaldir Oreo ostakökubitar...
Rosaleg sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies
Þessi ljúffenga sælgætiskaka var í eftirrétt í einu matarboði sem ég hélt á dögunum, gerð á degi þar sem sykurlöngunin var í einhverju sögulegu hámarki. Það dylst engum að kakan er bomba, en góð er hún…meira að segja hættulega góð. Sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies Botn 100 g suðusúkkulaði 80 g smjör 3 msk...
Heimsins besta kaka – norskur klassíker
Þessi kaka er að margra mati sú allra besta. Hún lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara en látið ekki blekkjast hún bragðast ómótstæðilega. Kakan á rætur sínar að rekja til Noregs þar sem hún hefur verið bökuð í fjöldamörg ár og við hin ýmsu tilefni eins og brúðkaup, skírnaveislur, afmæli og já í raun...
Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni
Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn, enda gerði hún það. Karmellukremið er ekkert svo að skemma fyrir, eða makkarónubotninn..ónei. Svo er líka svo þægilegt að hana má gera fram í tímann og taka svo úr frysti...
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...
Hráfæðikaka með möndlubotni, súkkulaðikremi og hindberjum
Hér er á ferðinni dásamlegur hráfæði eftirréttur sem vekur lukku og kátínu þess sem hann bragða enda er hann ekki einungis ótrúlega bragðgóður heldur líka svo fallegur og ekki skemmir það fyrir. Hann tekur stuttan tíma í gerð, en þið gætuð kannski staldrað við kókossmjörið. Ekki veit ég hvort það fáist í heilsubúðum á Íslandi...
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Jólapavlova
Að þessu sinni er gestabloggarinn okkar matgæðingurinn og bakstursnillingurinn hún Anna Rut Ingvadóttir en hún er þekkt fyrir að vera sérstaklega sniðug í eldhúsinu og ekki síst þegar kemur að girnilegum kökum. Anna Rut býr yfir mikilli reynslu enda var hún heimilifræðikennari í Ártúnsskóla en er nú í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún gefur okkur hér...
Panna cotta með hvítu súkkulaði
Panna cotta er réttur sem slær alltaf í gegn. Hann er hinsvegar einnig réttur sem fáir hafa eldað og þar held ég að matarlímsblöðin komi við sögu. Það er eitthvað við matarlímsblöð sem fælir fólk frá og líklegast er það sú hugmynd fólks að þá hljóti rétturinn að vera flókinn. En því er sko öðru...
Snickerskaka
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Marta María en hún gaf nýverið út sína fyrstu matreiðslubók sem ber nafnið MMM. Í henni má finna á annað hundrað heilsusamlegar sælkerauppskriftir (og örfáar sem eru ekki alveg eins hollar en ekki síður æðislegar) að morgunverðarréttum, drykkjum, nesti í skólann og vinnuna, kvöldmat handa fjölskyldunni og veitingum í vinaboðin....