Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Recipe Category: <span>Jól</span>
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur
Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur. Þessi...
Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi
Franskar kökur hafa fyrir löngu aflað sér mikilla vinsælda fyrir að tilheyra í flokki með bragðbetri kökum sem til eru en vera jafnframt þær einföldustu í gerð. Hér erum við með uppskrift af einni dásamlegri ekta súkkulaðiköku með fílakaramellukremi sem er “TO DIE FOR”. Fílakaramellukaka 4 egg 2 dl sykur 200 gr suðusúkkulaði...
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð. Þvílík dásemd! Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr 400 g marsipan 4 egg 45 g olía 5 msk kakó Glassúr 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði 1 msk smjör Skraut Valhnetur, saxaðar...
Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma
Frábær Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma sem slær alltaf í gegn! Algjört namminamm! Kornflexmarengskaka með makkarónurjóma Botnar 200 g sykur 50-60 g Kellogg’s Kornflex 4 eggahvítur 1 tsk lyftiduft Makkarónurjómi 8 makkarónukökur, muldar 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði fersk ber að eigin vali (jarðaber, vínber, hindber ofl) 500 ml rjómi, þeyttur Súkkulaðikrem 100 g Nóa...
Hin sívinsæla saumaklúbbskaka
Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið...
Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr
Þessar hindberjasnittur færa mig aftur um nokkur ár. Til tíima þegar hraðinn var minni, ömmur sátu og prjónuðu, sólin skein allt sumarið og þegar varla var hægt að opna hurðina fyrir snjó á veturnar…..ahhh þú ljúfa nostalgía. En nóg um það, kökurnar eru jafn góðar og mig minnti ef ekki bara betri. Stökkar með hindberjamarmelaði...
Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma
Ofureinfaldur og meinhollur eftirréttur sem allir munu elska. Hér þeyti ég kókosrjóma en honum má auðveldlega skipta út fyrir hinn venjubundna rjóma. Yndislegur eftirréttur alveg hreint. Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma 250 g Philadelphia rjómaostur 60 g flórsykur 1 dós Blue dragon full fat kókosmjólk* 1 kg fersk jarðaber, skorin í fernt 15...
Humarpasta með tómatbasilpestói
Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur. Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa...
Chia súkkulaðitrufflur
Þessar dásamlegu Chia súkkulaðitrufflur gerði ég fyrir nokkru síðan og hafa síðan þá verið þarfaþing í kælinum þegar að sykurpúkinn gerir vart við sig. Þær eru ofureinfaldar en svo dásamlega bragðgóðar. Mæli með því að þið prufið þessar. Girnilegar chia súkkulaðitrufflur Chia súkkulaðitrufflur 1 bolli döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu ¾ bolli möndlur 3 msk kakóduft...
Mjólkurlaus og meinholl hindberjaostakaka
Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhaldskökum þessa dagana. Hún er ótrúlega bragðgóð og frískandi og ekki skemmir fyrir að hún er í hollari kantinum. Kakan er glúten og mjólkurlaus og hentar vel fyrir þá sem eru vegan ef þeir nota sýróp í staðin fyrir hunangið og sleppa matarlíminu. Þessa dásemd er frábært að eiga...
Frönsk súkkulaðikaka með karamellufyllingu
Er ekki til eitthvað sem heitir mánudagskaka? Ef ekki þá búum við það til hér með og bjóðum ykkur uppskrift af himneskri mánudagsköku. Kakan er í ætt við frönsku dásemdina sem við þekkjum flest og elskum að baka því hún er ávallt svo fljótleg en um leið svo dásamlega góð. Þessi er svo uppfærð útgáfa...
Ómótstæðileg Oreo ostakaka á 15 mínútum
Fyrir þá sem elska Oreokexkökur og eftirrétti án mikillar fyrirhafnar kemur enn ein snilldin. Hér er á ferðinni eftirréttur sem hefur í mörg ár gengið á milli manna og allir hafa lofað. Hér breyti ég aðeins uppskriftinni og læt sýrðan rjóma í stað rjómaosts og svei mér það ef hún verður ekki við það enn...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum
Þessi dásamlegi eftirréttur með marengsbotni, skyrrjóma, karamellusúkkulaði, nóakroppi og jarðaberjum er algjörlega to die for. Ofureinfaldur og slær svo sannarlega í gegn hjá þeim sem hann bragða. Marengsskyrkaka með karmellusúkkulaði og jarðaberjum 2 marengsbotnar, hvítir 200 g. Pipp súkkulaði með karamellufyllingu, saxað 1/2 l rjómi, þeyttur 500 g vanilluskyr 1/2 poki Nóa kropp jarðaber (eða...
Ris ala mande terta
Nú ætla ég að bjóða ykkur upp á Ris ala mande köku sem ætti að slá í gegn hjá þeim sem halda upp á jólagrautinn. Hér mætast þessi dásamlega kaka og grauturinn góði og úr verður hinn besti eftirréttur toppaður með kirsuberjasósu. Snilldin við þetta er svo að þið getið slegið tvær flugur í einu höggi...
Rósmarín hnetublanda
Hún Björg vinkona mín gaf mér uppskriftina af þessum æðislegu jólahnetum og hafa þær verið ómissandi partur af jólaundirbúningnum síðan. Ef þið eruð að leita að einhverju heimagerðu til að gefa í gjafir þá eru þessar hnetur algerlega fullkomnar í það. Ég hef gefið fjölskyldu og vinum nokkrum sinnum krukkur með ristuðum rósmarín hnetum í...