Tikka masala hentar frábærlega þegar fjölskyldan vill hafa það huggulegt og gera vel við sig í mat, enda er rétturinn mildur og hentar því öllum vel. Á Indlandi er misjafnt er eftir svæðum hvernig réttirnir eru eldaðir. Réttir frá norðurhluta landsins byggjast mikið á sósum á meðan suður indverjar bera yfirleitt sína rétti fram án...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki...
Crepes með sinnepssósu
Litríkt og hollt Crepes Crepes er frábær sem kvöldmatur, hollur og bragðgóður. Eftir að búið er að gera pönnukökurnar er hann fljótgerður, en ef þið eruð í tímaþröng er hægt að nota tortillur í staðinn fyrir pönnukökurnar. Crepes (fyrir 4-5) 1 bolli hveiti (eða spelt) 1 tsk lyftiduft 2 egg 1 bolli mjólk 1/4 tsk salt 2 msk...
Graskers & eplasúpa
Ahhhh þessi er notaleg yfir vetrartímann Súpur bjóða uppá endalausa möguleika, grænmeti, fiskur, kjöt. Súpur sem eru í léttari kantinum eins og chillí, kókossúpur og svo þær sem eru í þyngri kantinum eins og kjötsúpur. Valið er endalaust og svo gaman að prufa sig áfram. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki notað grasker...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Sumarleg salatpitsa
Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur. Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...