Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð! “Guilty pleasures” eins og þær gerast bestar Geggjuð ostaídýfa 25 g smjör 1/2 chili,...
Recipe Category: <span>Mexíkó</span>
Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt
Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku. Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld en lykillinn liggur í dásamlegri kryddblöndu sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þetta fajitast má bera fram sem aðalréttur með góðu salati og hrísgrjónum eða sem fylling í dásemdar tortillur. Ykkar...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna og það sama á svo sannarlega við um góðar uppskriftir. Ég hef lengi dýrkað Chilí mayo smáborgarana sem slógu allrækilega í gegn þegar þeir birtust fyrst, og fundist þeir bestu sem ég hef á ævinni bragðað. Svo koma þessir dásamlegu grillborgarar inn í líf mitt....
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu
Þessar tortillur með kínóa, sætkartöflum og kóríanderdressingu eru svo dásamlega nærandi, litríkar og bragðgóðar og slá auðveldlega í gegn. Frábær sem kvöldmatur, í saumaklúbbinn, nesti í vinnuna og svona mætti lengi telja. Ofureinfaldar í gerð en ó svo góðar!!! “Dinner prepp” Gúmmelaði raðað á tortilluna Toppað með dásamlegri kóríandersósu Ekki eftir neinu að bíða….let’s dig in!...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan. Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Guðdómlegur kjúklingaréttur í rjómalagaðri cajunsósu
Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...
Stökkar chimichanga með nautahakksfyllingu
Mexíkóskur vekur alltaf lukku og svo ótrúlega gaman að prufa sig áfram með þessa tegund matargerðar. Hér er á ferðinni chimichanga fylltar með nautahakki sem eru steiktar þar til stökkar. Fljótleg og ofurgóð kvöldmáltíð sem slær í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Hráefnin undirbúin Chimichangas með nautahakksfyllingu, salsa sósu, sýrðum rjóma og kóríander Chimichanga með nautahakksfyllingu...
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum
Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann....
Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…
Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa
Þessi réttur er einfaldur í gerð og hreint út sagt ótrúlega bragðgóður. Nautakjötið er hér góð tilbreyting frá kjúklinginum sem oft tíðkast með tortillum og ananas-jalapenossalsan setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið. Frábær réttur sem kætir bragðlaukana og er tilvalinn í skemmtilegt matarboð! Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa Fyrir 4 800 g nautakjöt 12...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...