Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Recipe Category: <span>Partý</span>
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....
Gestabloggarinn Kári Gunnarsson
Þá er komið að því að setja gestabloggarann aftur í gang eftir gott jólafrí. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hversu vel tekið er í þennan hluta og hvað fólk eru tilbúið að taka þátt í því að gefa okkur hinum sína góðu uppskrift. Að mínu mati gefur þetta síðunni þetta auka “töts” og...
Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina...
Tikka kjúklingur
Tikka masala hentar frábærlega þegar fjölskyldan vill hafa það huggulegt og gera vel við sig í mat, enda er rétturinn mildur og hentar því öllum vel. Á Indlandi er misjafnt er eftir svæðum hvernig réttirnir eru eldaðir. Réttir frá norðurhluta landsins byggjast mikið á sósum á meðan suður indverjar bera yfirleitt sína rétti fram án...
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....