Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu. Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli....
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Bestu heimatilbúnu tortillurnar
Já ég veit við erum alltaf á hraðferð, hvort sem það er vinnan, námið, börnin, leikfimin eða eitthvað annað. Við eigum eftir að fara í búðina og vitum ekkert hvað við ætlum að hafa í matinn. Ég þekki þetta af eigin raun og trúið mér þá er það ekki efst á óskalista að flækja hlutina...
Hafraklattar sem maður getur ekki hætt að hugsa um!
Ég hreinlega elska góðar hafraklatta og finnst ég einhvernveginn ná bakstri og hollustu í einu þegar ég geri þá. Auðvitað eru uppskriftirnar mishollar, nú eða góðar en þessi er í hollara lagi og bragðið er dásamlegt. Í þeim er ekki hveiti heldur haframjölshveiti sem ofureinfalt er að gera. Súkkulaðinu smá gjarnan skipta út fyrir rúsínur...
Sælgætis múslíbitar
Þessir múslíbitar hafa vinninginn þegar múslíbitar eru annars vegar. Þeir innihalda hafra, fræ, hnetur, rúsínur og hlynsíróp sem nær að vera fullkomnun ein og sér en við bætum um betur og dreipum smá hvítu súkkulaði yfir bitana að auki. Þessir múslíbitar eru svo ólýsanlega góðir að hér þarf að tvöfalda uppskriftina ef þeir eiga að...
Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði
Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma. Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...
Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta
Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður. Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið...
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!! Karmellukornflexnammi með...
Partývænir lambaborgarar í sætkartöflu”brauði”
Sumarið er tíminn sagði einhver og Eurovision er að mínu mati fyrsti í sumri. Þá skín sólin (næææær undantekningalaust), vinir og fjölskyldur koma saman og hlusta á fullt af misgóðum lögum, hlæja og síðast en ekki síst borða góðan mat. Jebbs þið eruð að lesa mig rétt..ég elllska Eurovision :) #ísland #12stig #Islande #dupva. Innblásin...
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...
Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli
Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður...
Fljótlegir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum
Múslíbitar sem eru tilbúnir á stuttri stundu, en þeir eru frábærir sem hollt millimál og innihalda meðal annars hnetusmjör, ristaðar möndlur og í raun því sem hugur ykkar girnist hverju sinni. Þessir klikka ekki! Múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum 170 g döðlur, steinlausar 85 g hunang 65 g hnetusmjör 1 bolli ristaðar möndlur, gróflega...
Drykkurinn sem gefur lífinu lit
Uppskriftin af þessari orkubombu birtist í Heilsublaði Morgunblaðsins fyrir skömmu. Ég hef bragðað marga drykkina en þessi stendur klárlega uppúr og það er ósjaldan sem ég byrja daginn á þessari snilld. Drykkurinn er stútfullur af góðri næringu og inniheldur m.a. bláber, kókosvatn, banana, engifer, lime, kókosflögur og hnetur og hjálpa ykkur við að fara vel inn...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Stökkt hrökkkex og allra besti hummusinn
Ég hef ítrekað verið beðin um að setja inn uppskrift af mínum uppáhalds hummus og eftir nokkra mánaða aðlögunar- og umhugsunarfrest er ég loksins tilbúin að deila uppskrift af hummus sem er að mínu mati sá allra besti. Hér eru það sólþurrkuðu tómatarnir sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Með honum fylgir svo uppskrift af frábæru...
Parmesan kartöflur
Þetta er alveg þrusugóður réttur til að hafa sem meðlæti með uppáhaldsaðalréttinum ykkar. Kjöt eða fiskur – allt prótein kann að meta góðar kartöflur sér til halds og trausts! Parmesan kartöflur Fyrir 4 500 g kartöflur Ólífuolía 50 g brauðmylsna 3 msk parmesanostur, rifinn ½ msk rósmarín, þurrkað 1 tsk hvítlauksduft salt og pipar Skerið...