Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu og þessi er mín uppáhalds útfærsla. Ég nota hér Örnu rjómann og nýmjólkina en Örnu vörurnar fara töluvert betur í maga fjölskyldunnar auk þess sem...