Innihaldslýsing

200g River rice hrísgrjón, finnst þau koma best út
400ml vatn
1 l. Nýmjólk frá Örnu
1 vanillustöng klofin eftir endilöngu
1 msk vanilludropar
100g sykur
1/2 tsk salt
150g möndluflögur
500ml rjómi frá Örnu
Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu...

Leiðbeiningar

1.Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í 2 mín og setjið þau svo í sigti og skolið undir kaldri vatnsbunu. Setjið grjónin aftur í pottinn ásamt sykri, salti, mjólk, vanillustöng og vanilludropum. Sjóðið rólega þar til úr verður þykkur grautur eða í 50 - 60 mín.
2.Kælið grautinn helst yfir nótt.
3.Þeytið rjómann og blandið saman við grautinn. Bætið möndluflögum saman við og hrærið varlega.

Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu og þessi er mín uppáhalds útfærsla. Ég nota hér Örnu rjómann og nýmjólkina en Örnu vörurnar fara töluvert betur í maga fjölskyldunnar auk þess sem mér líkar bragðið einfaldlega betur.

Ég stressa mig ekkert á sósunum sem bornar eru fram með. Ég skiptist alveg á að bera þennan rétt með kirsuberjasósunni klassísku, eða heimagerðri hindberjasósu, karamellusósu eða súkkulaðikaramellusósu. Allir eiga sitt uppáhald!

 

 

Uppskrift og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu á Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.