Innihaldslýsing

150 g smjör
150 g hrásykur
1 tsk vanillusykur
3 egg
150 g hveiti
2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
100 g marsipan, kælt
2 epli
2 msk kartöflumjöl
Fyrir 4-6

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjörið í potti og látið kólna lítillega.
2.Setjið sykur, vanillusykur og egg saman í skál og hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.
3.Í aðra skál setjið þið hveiti, lyftiduft og kanil.
4.Setjið hveitiblönduna saman við eggjablönduna og hrærið örstutt saman.
5.Rífið marsipanið gróflega niður og setjið helminginn af því út í deigið ásamt brædda smjörinu.
6.Setjið afganginn af marsipaninu yfir deigið og raðið því næst eplunum yfir allt og þrýstið þeim aðeins niður í deigið.
7.Afhýðið eplin og skerið í báta. Setjið kartöflumjöl saman við þau og smá kanil.
8.Bakið í 170°c heitum ofni í um 50 mínútur.
Fullkomin með þeyttum rjóma

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.