Innihaldslýsing

2 fernur My Smoothie með jarðarberjum
8 frosin jarðarber
1 pink lady epli í minna lagi
góður þumlungur ferskt engifer
Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af. Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti...

Leiðbeiningar

1.Allt sett í blandara og þeytt mjög vel.

Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af.

Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti við epli, frosnum jarðarberjum og fersku engiferi. Hrikalega fljótlegt og gaman að poppa upp annars góða safa í fernu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.