4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry | |
sjávarsalt og svartur pipar | |
3 dl hveiti | |
2 stór egg | |
1 msk Heinz Yellow mustard | |
3 dl brauðrasp (mæli með Panko) | |
2 msk olía | |
2 msk smjör | |
fersk steinselja | |
sítrónusneiðar |
Réttur fyrir 4
1. | Bankið kjúklinginn niður í þunnar sneiðar og kryddið með salti og pipar. |
2. | Setjið hveitið í skál. Þeytið egg og sinnep saman í skál. Látið brauðrasp á disk. |
3. | Vinnið með eina kjúklingasneið í einu. Veltið upp úr hveiti og hristið lítillega. Dýfið í eggjahræruna og veltið svo upp úr brauðmylsnunni. |
4. | Látið kjúklinignn á ofnplötu með smjörpappír og endurtakið með hinn kjúklinginn. |
5. | Hitið 1 msk af olíu og 1 msk af smjöri á stórri pönnu yfir miðlungs hita. Steikið tvær kjúklingabringur í einu á hvorri hlið, tekur um 10 mínútur. Saltið. Leggið á eldhúsrúllu. |
6. | Endurtakið með því að setja smjör og olíu á pönnuna og steikja hinar tvær kjúklingabrinurnar þar til fulleldaðar. |
7. | Berið kjúklinginn fram með steinselju, sítrónu og jafnvel með kartöflumús. |
Leave a Reply