Ég elska að dunda mér í eldhúsinu og finnst ákveðin hugarró við að búa til eitthvað gómsætt og fallegt úr skemmtilegum hráefnum. Er mjög dugleg að elda alls konar mat. Lífið er einfaldlega of stutt til að borða leiðinlegan mat þó svo að við fjölskyldum borðum alveg líka soðin fisk…              ...

Ég elska að dunda mér í eldhúsinu og finnst ákveðin hugarró við að búa til eitthvað gómsætt og fallegt úr skemmtilegum hráefnum. Er mjög dugleg að elda alls konar mat. Lífið er einfaldlega of stutt til að borða leiðinlegan mat þó svo að við fjölskyldum borðum alveg líka soðin fisk…

             

 

Ég byrjaði ung að búa og á mínu heimili er oftast eldaður matur og sest niður við matarborðið á kvöldmatartíma og rætt um daginn og veginn. Það er oft mikið um matarboð á mínu heimili en mér finnst mjög gaman að njóta með góðum vinum en þar sem ég er mjög dugleg að halda matarboð þarf ég stundum að finna nýjar og skemmtilegar uppskriftir svo ég sé ekki alltaf að bjóða upp á sama matinn. Oft dettur maður inn á nýjar skemmtilegar hugmyndir sem eru þá orðnir fastir liðir í eldamennskunni.
Gómsætur matur þarf ekki alltaf að vera tímafrekur og mér finnst mjög gaman að gera smárétti (Tapas) þegar ég fæ marga gesti í mat því það er alltaf eitthvað fyrir alla og margir smáréttir frekar fljótlegir í vinnslu.

Njótið vel,

Eva María eigandi Sætra synda.

Ljósmynd: Snorri Sturluson

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.