Við elskum rétti þar sem við fleygjum öllu saman í einn pott eða pönnu og lágmörkum þannig uppvaskið. Hér er á ferðinni ljúfur réttur með vegan-hakki frá Hälsans Kök.
Vegan-hakkið er búið til úr sojaprótíni og fullkomið í pasta, í hræristeikingu eða ofnrétt. Hægt er að nota vegan-hakkið í grænmetislasagna, spagettí bolognese eða böku svo eitthvað sé nefnt og er virkilega bragðgott. Fyrir þá sem vilja gera þennan góða rétt vegan benti góður lesandi okkur á að nota Violife mozarella, ásamt grænmetis- eða sveppasoði og sleppa worcestersósunni. Njótið :)
Leave a Reply