Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga.
Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni úr katli yfir þær. Þær eru mjög bragðgóðar og henta í alla asíska núðlurétti. Í þessum rétti má vissulega skipta út grænmetistegundum og bæta í. Það er einnig mjög gott að hafa pönnusteiktan lax eða kjúkling með en það er alger óþarfi. Einnig er þetta frábær réttur í nestisboxið, hvort sem er í ferðalag eða bara í vinnuna.
Leave a Reply