Innihaldslýsing

4 egg
200 g fetaostur frá Örnu
1 laukur, skorinn í sneiðar
3 dl 36% rjómi frá Örnu
350 g spínat
litlir tómatar, skornir í tvennt
1 tsk múskat
salt og pipar
2 msk ólífuolía
rifinn ostur frá Örnu
Bökur eru hinn fullkomni réttur til að nýta það sem til er í ískápnum hverju sinni. Hér má skipta út spínati fyrir aspas, tómötum fyrir papriku og í raun það sem hugurinn girnist og ímyndunaraflið leyfir. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu 

Leiðbeiningar

1.Gerið botninn og myljið smjörið saman við hveiti og blandið vatni smátt og smátt saman við hnoðið þar til deigið er orðið þétt í sér.
2.Setjið í kæli í 15 mínútur.
3.Fletjið út deigið og setjið í bökuform. Stingið á deigið með gaffli og bakið í 200°c heitum ofni í 15 mínútur.
4.Setjið smjör á pönnu og steikið laukinn þar til hann er orðin gylltur á lit.
5.Bætið smjöri á pönnuna og steikið spínatið ásamt hvítlauk í 1-2 mínútur.
6.Léttþeytið eggin og og blandið rjóma, kryddum og spínati saman við.
7.Stráið lauk í botninn og hellið síðan eggjablöndunni þar yfir og fetaost yfir það. Raðið tómötum þar á.
8.Endið á að strá mozzarellaosti yfir allt.
9.Setjið í 175°c heitan ofn í 40 mínútur.
10.Berið fram með einföldu salati með balsamik ediki.

Bökur eru hinn fullkomni réttur til að nýta það sem til er í ískápnum hverju sinni. Hér má skipta út spínati fyrir aspas, tómötum fyrir papriku og í raun það sem hugurinn girnist og ímyndunaraflið leyfir.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.