Innihaldslýsing

3 mjög vel þroskaðir bananar
2 egg
50 ml fljótandi kókosolía frá Rapunzel
2 dl Rapadura hrásykur frá Rapunzel
1 dl fínt haframjöl frá Rapunzel
1/2 tsk vanilluduft frá Rapunzel
1/2 tsk himalaya salt
1 tsk kanill
2 1/2 dl hveiti
1 tsk matarsódi
Nokkrar saxaðar pekanhnetur til að setja ofan á eða gróft haframjöl
Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu. Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og...

Leiðbeiningar

1. Hitið ofn í 180°C.
2.Stappið banana og setjið til hliðar.
3.Þeytið saman egg, olíu og sykur.
4.Setjið þurrefnin saman við og hrærið varlega saman með sleikju.
5.Setjið í smurt jólakökuform, dreifið höfrum eða pekanhnetum yfir og bakið í 45 mín.

Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu.

Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og þá er brauðið eiginlega fullkomnað. Í þetta brauð nota ég dökkan rapadura hrásykur frá Rapunzel á móti ljósum hrásykri en við það kemur gott karamellubragð.

Þegar það er volgt, nýkomið úr ofninum og smurt með smjöri (eða vegan viðbiti ef vill) er það algjörlega ómótstæðilegt.

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.