Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu.
Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og þá er brauðið eiginlega fullkomnað. Í þetta brauð nota ég dökkan rapadura hrásykur frá Rapunzel á móti ljósum hrásykri en við það kemur gott karamellubragð.
Þegar það er volgt, nýkomið úr ofninum og smurt með smjöri (eða vegan viðbiti ef vill) er það algjörlega ómótstæðilegt.
Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi
Leave a Reply