Sósa: | |
180 g sýrður rjómi | |
180 g salsa sósa | |
1 1/2 tsk taco krydd, t.d. mexikaninn frá Kryddhúsinu | |
Burrito: | |
4 stórar tortillur | |
iceberg kál niðurskorið | |
2 tómatar, skornir í litla bita | |
200 g cheddar ostur | |
2-3 eldaðar kjúklingabringur, rifnar niður | |
1 poki ostaflögur | |
1 avacado |
Börnin mín eru hörðustu gagnrýnendurnir þegar kemur að eldamennsku minni. Þessar vefjur fengu hinsvegar fullt hús stiga og eins og sonur minn sagðir þá eru þær "banging"!
1. | Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í skál. |
2. | Setjið 1 msk af sósunni á tortillu og raðið svo káli, kjúklingi, avacado, tómötum, flögum og cheddar ost. Toppið með 1 msk af sósunni og rúllið vefjuna upp. |
3. | Endurtakið með hinar tortillurnar og njótið vel. |
Leave a Reply