Biryani með grænmetisbollum og myntu rajita
Biryani með grænmetisbollum og myntu rajita

Innihaldslýsing

300 g basmati hrísgrjón
2 msk smjör
1 laukur, sneiddur fínt
1 lárviðarlauf
3 kardamommur
1 kanilstöng
1 tsk turmeric
1-2 pakkar Dehli Koftas grænmetisbollur,frá Móðir náttúra
4 msk karrý mauk
50-80 g rúsínur
650 ml kjúklingasoð (eða grænmetissoð)
1 búnt kóríander
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Leggið hrísgrjónin í heitt vatn í smá stund og skolið þau síðan með köldu vatn.
2.Hitið smjör á stóra pönnu eða í pott og steikið lauk, lárviðarlauf, negul og kanilstöng í um 10 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni.
3.Bætið turmeric og karrý maukinu út á pönnuna.
4.Setjið hrísgrjónin út á pönnuna ásamt rúsínum og bætið kjúklingasoði saman við.
5.Látið lok yfir pönnuna og hitið að suðu en lækkið þá hitann og sjóðið hrísgrjónin í um 5 mínútur.
6.Slökkvið þá á hitanum og geymið í 10 mínútur með lokinu á.
7.Saxið smá kóríander og látið saman við.
8.Setjið í skál. Steikið bollurnar og látið yfir ásamt myntusósu.
9.Berið fram með naan og jafnvel einföldu tómata og gúrkusalati.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Móðir náttúra

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.