Innihaldslýsing

1 krukka Salatfeti frá Örnu
1/2 bolli hrein grísk jógúrt frá Örnu
100g hreinn rjómaostur
1/4 bolli ólífuolía
Safi og börkur af 1/2 sítrónu
1/2 tsk chili flögur
Klípa af sjávarsalti
1 msk saxað ferskt dill
Skreytt með saxaðri gúrku og kirsuberjatómötum í bitum
Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt...

Leiðbeiningar

1.Sigtið olíuna frá fetaostinum og sleppið sem mestu af lauknum og rósapiparnum.
2.Setjið fetaostinn í skál ásamt jógúrtinni, rjómaosti, ólífuolíunni og sítrónuberkinum og safa og þeytið vel með handþeytara.
3.Kryddið með chili, salti og dilli
4.Setjið ídýfuna í skál og skreytið með söxuðu grænmetinu
5.Berið fram með grilluðu crostini

Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum.

Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt og allt hægt.

Ídýfan er fullkomin á veisluborð, í partíið eða saumaklúbbinn!

 

Uppskrift unnin af Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.