Innihaldslýsing

200g makkarónu pasta
1 bakki Mexicana Vegan ostur eða 50/50 Mexiacana og Applewood ostur
1 peli Oatly matreiðslurjómi
Salt eftir smekk
1/2 bolli brauðrasp
1 kúfuð matskeið næringarger
1 msk þurrkuð steinselja
2 msk ólífuolía
Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og...

Leiðbeiningar

1.Saxið ostinn smátt og setjið Oatly rjómann í pott. Setjið ostinn saman við og hitið þar til osturinn er bráðinn, setjið smá salt saman við.
2.Hitið ofninn í 200°C blástur og sjóðið pastað.
3.Hellið vatninu af pastanu og blandið ostasósunni saman við.
4.Setjið rasp ásamt næringargeri og steinselju í skál og blandið saman. Setjið olíuna saman við og blandið, áferðin á að vera eins og á blautum sandi. Það er hægt að bæta aðeins við olíu eða minnka magnið, allt eftir smekk.
5.Setjið pastað í eldfast mót og toppið með raspinu. Bakið í ofni þar til raspið er orðið gullinbrúnt.

Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og ég varð bara að prófa að gera einhvern rétt þar sem þeir væru bræddir. Þá varð til þessi klassíski ameríski réttur, ofnbakað Mac n’ cheese. Ég var í smávegis vandræðum með að íslenska það, fannst einhvern veginn “makkarónur með ostasósu” ekki alveg koma til skila því sem þetta er og leyfi ég því enska heitinu að standa.

Þetta er ótrúlega einfaldur réttur, fá hráefni og tekur enga stund að gera. Mexíkóski osturinn rífur svolítið í og ég hef prófað að gera þennan rétt einungis með mexíkóska ostinum og hinsvegar með blöndu af Applewood. Ef þið eruð viðkvæm fyrir sterkum mat mæli ég með því að blanda Applewood ostinum saman við en það er hægt að leika sér með þetta fram og til baka. Þessi ostasósa er einnig algjör snilld með nachos!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.